Viðskipti erlent

Segir tíu stærstu fasteignafélög Danmerkur á leið í þrot

Viðskiptablaðið Börsen segir að á komandi dögum og vikum muni tíu af stærstu fasteignafélögum landsins verð gjaldþrota eða neyðast til að ganga í gegnum miklar breytingar.

Börsen hefur fengið þetta staðfest með samtölum við margar af stærstu lögmannastofum landsins. Þar loga ljósin nú lengi dags í gjaldþrota- og uppstokkunardeildum þeirra.

Öll félögin sem hér um ræðir eiga eignir sem metnar eru á meir en milljarð dkr, eða sem svarar til tæplega 19 milljarða kr.

Michael Ziegler hjá lögmannsstofunni Plesners segir í samtali við Börsen að þeir hafa tekið nokkurn fjölda mála til meðferðar. "Við vonumst auðvitað til þess að geta stokkað upp spilin hjá félögunum en þó nokkur þeirra neyðast til þess að fara í gjaldþrot," segir Ziegler.

Uppstokkun, eða hagræðing, hjá þessum félögum er ekki auðveld í meðförum. Nefnt er sem dæmi að þegar eignirnar í þessum félögum séu yfirveðsettar þar sem margir ólíkir lánadrottnar eru til staðar sé erfitt að fá þá til að falla frá kröfum sínum. Því endi eignirnar oftast á nauðungarsölum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×