Viðskipti innlent

Hagar kaupa verslanir BT

Hagar keyptu í dag allar eignir BT verslananna. Þetta hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins eftir skiptastjóra þrotabús verslananna.

Verslanir BT voru í eigu Árdagurs sem fór fram á gjaldþrotaskipti 12. nóvember. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur félagið átt í erfiðleikum eftir að raftækjaverslanakeðjan Merlin í Danmörku, sem var í eigu Árdegis, fór fram á greiðslustöðvun. Félagið Eldbodan tók yfir verslanir Merlin í framhaldinu.

Um fimmtíu manns störfuðu hjá BT en starfsfólk fékk ekki laun um síðustu mánaðamót. Fyrirtækið rak sjö verslanir á landinu en þeim var lokað á 31. október.

Rúv hefur eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga að einhverjar verslanir BT verði opnaðar aftur en ekki allar. Hagar skuldbinda sig til að taka yfir rúmlega 40 starfsmenn BT.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×