Viðskipti erlent

Mikil dýfa eystra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Töluverð lækkun varð á asískum hlutabréfum í morgun og fylgir sú dýfa í kjölfar snarprar lækkunar á Wall Street í gær.

Nikkei-vísitalan í Tókýó lækkaði um 5,7 prósentustig eftir að fjármálaráðherra Japans tilkynnti að vöruskiptahalli landsins í október næmi sem svarar um 92 þúsund milljörðum króna. Bandaríska Dow Jones-iðnaðarvísitalan lækkaði um rúmlega fimm prósentustig í gær og var komin undir 8.000 stig við lokun markaða en það er í fyrsta skipti síðan í mars 2003 sem hún nær slíkri lægð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×