Viðskipti innlent

Telur hömlur á fjármagnsflutninga gilda fram á næsta ár

Greining Glitnis telur að hömlur verði á fjármagnsflutninga frá landinu fram á næsta ár þótt krónan verði sett á flot á ný.

Fram hefur komið í frétt hér á visir.is að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) vill að áfram verði takmarkanir á útflæði gjaldeyris eftir flot krónunnar.

Í Morgunkorni greiningarinnar segir að eins og áður hefur komið fram telja IMF-menn að endurfleyting krónu með stuðningi Seðlabankans sé lykilatriði í að koma hjólum hagkerfisins af stað á ný með tíð og tíma.

„Líklegt er að á næstu dögum verði hömlum aflétt af gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast viðskiptum með vörur og þjónustu, sem og minniháttar gjaldeyrisviðskiptum almennings. Hins vegar teljum við lengra í land með að fjármagnsflutningar verði með öllu frjálsir, og í raun ólíklegt að sú verði raunin fyrr en á nýju ári."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×