Viðskipti innlent

Slæmur dagur í kauphöllinni

Dagurinn var slæmur í kauphöllinni eins og raunar í kauphöllum bæði vestanhafs og austan. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,4% og stendur í 632 stigum.

Aðeins eitt félag hækkaði, Nýherji um 4%. Mesta lækkun varð hjá Bakkavör sem lækkaði um 18,4%. Hefur gengi Bakkavarar því lækkað um 44% á síðustu sjö dögum.

Önnur félög sem lækkuðu mikið voru Atorka eða um 16,7% og Atlantic Petroleum sem lækkaði um 11,4%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×