Viðskipti innlent

Segir heildarlánin til Íslands nema 1.400 milljörðum kr.

Martti Hetemaki aðstoðarfjármálaráðherra Finnlands segir að heildarlánin til Íslands muni nema 1.400 milljörðum kr. eða 10.2 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í samtali Reuters fréttastofunnar við ráðherrann.

Fyrir utan lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum upp á 2,1 milljarða dollara sem samþykkt var í gærkvöldi segir Hetemaki að Norðurlöndin muni leggja til 2,5 milljarða dollara og að afgangurinn komi að mestu frá Bretum og Hollendingum.

"Ísland getur ekki sótt lán á alþjóðlegum markaði í augnablikinu," segir Hetemaki og bætir því við að Norðurlöndin eigi enn eftir að ganga frá sínu láni. Ekki sé búið að ákveða til hve langs tíma lánið eigi að vera né innbyrðis skiptinguna á því milli Norðurlandanna.

Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar hefur sagt að lánið, 2,5 milljarðar kr., muni skiptast nokkurn veginn jafnt á milli Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×