Viðskipti innlent

Actavis markaðssetur krabbameinslyf vestan hafs

Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðssetningu krabbameinslyfs á Bandaríkjamarkað. Lyfið er stungulyf og hefst dreifing þess nú þegar.

Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðarforstjóri Actavis segir að markaðssetningin á lyfinu marki nýtt upphaf hjá Actavis í Bandaríkjunum, því þetta er fyrsta krabbameinslyf Actavis.

"Actavis hefur verið að byggja upp öfluga starfsemi í sjúkrahússgeiranum og er með um 300 umsóknir um markaðsleyfi fyrir krabbameinslyf í vinnslu víða um heim. Þá erum við með um 60 slík verkefni í þróun, ýmist hjá okkur eða samstarfsaðilum okkar," segir Sigurður Óli í tilkynningu frá Actavis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×