Seðlabankinn á að vera strangur áfram Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. febrúar 2008 07:00 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) kynnti í gær nýja skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Hér sjást Patrick Lenain og Val Koromzay (í pontu) frá OECD, en á milli þeirra situr Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Helsta verkefni stjórnvalda er að koma hér á efnahagslegum stöðugleika, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kynnt var í gær. Seðlabanki Íslands er brýndur áfram í aðhaldssamri stefnu í peningamálum og sagt mikilvægt að fram komi að hann muni ekki hika við að hækka vexti enn frekar gerist þess þörf í viðleitni til að slá á verðbólguvæntingar. Val Koromzay, efnahagssérfræðingur OECD, segir stöðuna hér um margt afar góða, þótt vissulega sé landið plagað af sveiflum í efnahagslífinu. Mest aðkallandi segir hann að ná stöðugleika og ná niður bæði eftirspurnar- og verðbólguþrýstingi. Þar segir hann mikilvægt að ríkið leggist á árar og forðist þensluhvetjandi aðgerðir. Að þessu marki náðu áréttar Koromzay fyrri ábendingar OECD um að hér verði komið á útgjaldaþaki í fjárlagagerð til margra ára í senn, jafnt hjá ríki og sveitarfélögum. „Í skýrslugerð okkar tökum við hins vegar ekki til róttækari valkosta við að koma á stöðugleika á Íslandi, svo sem hvort landið ætti annað hvort að tengja gjaldmiðil sinn evrunni, eða á einhverjum tímapunkti ganga í Evrópusambandið. Þetta er vissulega íhugunarefni og kannski efni í næstu skýrslu," segir Koromzay. Þá áréttar stofnunin enn nauðsyn þess að taka á málefnum Íbúðalánasjóðs, sem hún segir skekkja dreifingu fjármuna og draga úr skilvirkni peningamálastefnu Seðlabankans og auka með því þjóðhagslegt ójafnvægi. „Í hið minnsta ætti sjóðurinn að greiða gjald fyrir ríkisábyrgð," segir í skýrslunni. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti að þegar væri unnið að endurbótum í takt við hluta ráðlegginga OECD. „Eins og að fjármálareglum fyrir sveitarfélögin. Þar hafa staðið yfir viðræður síðan í fyrravor," segir hann og bætir við að ríkisstjórnin vinni jafnframt að langtímarammafjárlögum. „Ég held sú ábending sé rétt að vera með nafnverðsmarkmið heldur en raunhækkunarmarkmið á fjárlögunum," segir hann, en telur ekki hægt að breyta um kerfi fyrr en auknum verðstöðugleika sé náð. Í skýrslu OECD um Ísland er sjónum einnig sérstaklega beint að ríkisútgjöldum og þá sér í lagi heilbrigðiskerfinu. Þar vill OECD auka hagkvæmni með því að greiða fyrir aukinni þátttöku einkageirans. Greiningardeild Kaupþings bendir á að OECD sé bjartsýnni en Seðlabankinn í hagspá, geri aðeins ráð fyrir tveggja til þriggja prósenta samdrætti í einkaneyslu 2008 og 2009, á móti allt að tíu prósenta samdráttarspá Seðlabankans. „Því er ekki að undra að OECD skuli kalla eftir föstu peningalegu aðhaldi af hálfu Seðlabankans, því samkvæmt spá stofnunarinnar er lítill sem enginn samdráttur í vændum," segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Helsta verkefni stjórnvalda er að koma hér á efnahagslegum stöðugleika, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem kynnt var í gær. Seðlabanki Íslands er brýndur áfram í aðhaldssamri stefnu í peningamálum og sagt mikilvægt að fram komi að hann muni ekki hika við að hækka vexti enn frekar gerist þess þörf í viðleitni til að slá á verðbólguvæntingar. Val Koromzay, efnahagssérfræðingur OECD, segir stöðuna hér um margt afar góða, þótt vissulega sé landið plagað af sveiflum í efnahagslífinu. Mest aðkallandi segir hann að ná stöðugleika og ná niður bæði eftirspurnar- og verðbólguþrýstingi. Þar segir hann mikilvægt að ríkið leggist á árar og forðist þensluhvetjandi aðgerðir. Að þessu marki náðu áréttar Koromzay fyrri ábendingar OECD um að hér verði komið á útgjaldaþaki í fjárlagagerð til margra ára í senn, jafnt hjá ríki og sveitarfélögum. „Í skýrslugerð okkar tökum við hins vegar ekki til róttækari valkosta við að koma á stöðugleika á Íslandi, svo sem hvort landið ætti annað hvort að tengja gjaldmiðil sinn evrunni, eða á einhverjum tímapunkti ganga í Evrópusambandið. Þetta er vissulega íhugunarefni og kannski efni í næstu skýrslu," segir Koromzay. Þá áréttar stofnunin enn nauðsyn þess að taka á málefnum Íbúðalánasjóðs, sem hún segir skekkja dreifingu fjármuna og draga úr skilvirkni peningamálastefnu Seðlabankans og auka með því þjóðhagslegt ójafnvægi. „Í hið minnsta ætti sjóðurinn að greiða gjald fyrir ríkisábyrgð," segir í skýrslunni. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti að þegar væri unnið að endurbótum í takt við hluta ráðlegginga OECD. „Eins og að fjármálareglum fyrir sveitarfélögin. Þar hafa staðið yfir viðræður síðan í fyrravor," segir hann og bætir við að ríkisstjórnin vinni jafnframt að langtímarammafjárlögum. „Ég held sú ábending sé rétt að vera með nafnverðsmarkmið heldur en raunhækkunarmarkmið á fjárlögunum," segir hann, en telur ekki hægt að breyta um kerfi fyrr en auknum verðstöðugleika sé náð. Í skýrslu OECD um Ísland er sjónum einnig sérstaklega beint að ríkisútgjöldum og þá sér í lagi heilbrigðiskerfinu. Þar vill OECD auka hagkvæmni með því að greiða fyrir aukinni þátttöku einkageirans. Greiningardeild Kaupþings bendir á að OECD sé bjartsýnni en Seðlabankinn í hagspá, geri aðeins ráð fyrir tveggja til þriggja prósenta samdrætti í einkaneyslu 2008 og 2009, á móti allt að tíu prósenta samdráttarspá Seðlabankans. „Því er ekki að undra að OECD skuli kalla eftir föstu peningalegu aðhaldi af hálfu Seðlabankans, því samkvæmt spá stofnunarinnar er lítill sem enginn samdráttur í vændum," segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira