Íslensku bankarnir hafa ekki notið sannmælis í fjölmiðlum 11. mars 2008 17:51 MYND/Pjetur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur að íslensku bankarnir hafi ekki notið sannmælis í umfjöllun fjölmiðla um stöðu þeirra. Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt á ráðstefnu Viðskiptaráðs um íslensk efnahagsmál í Kaupmannahöfn í dag. Í ræðu sinni fór Ingibjörg í gegnum samskipti Dana og Íslendinga í gegnum aldirnar og minntist meðal annars á einokunarverslun Dana fyrr á öldum. Þá fór yfir hraðan vöxt íslensks efnahagslífs og þær hræringar sem eiga sér stað á fjármálamörkuðum nú. Benti hún að þær hræringar hefðu áhrif um allan heim en þær mætti fyrst og fremst rekja til undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum. Benti hún á að íslenskir bankar hefðu ekki fjárfest í tengslum við lánin, ólíkt mörgum evrópskum og bandarískum bönkum. Þess vegna teldi hún að bankarnir hefðu ekki notið sannmælis í fjölmiðlum. Þá sagði hún Ísland vel búið ef til kreppu kæmi, ríkissjóður væri næstum skuldlaus og lífeyrissjóðirnir væru einkar sterkir. Þá stæðu íslensku bankarnir styrkum fótum og að kjarnastarfsemi þeirra hefði vaxið á síðasta ári þrátt fyrir undirmálskreppuna. Þá benti Ingibjörg á að íslenskt efnahagslíf hvíldi ekki einungis á bönkunum heldur skilaði sjávarútvegur og álframleiðsla einnig miklu ásamt vaxandi ferðaþjónustu. Ingibjörg benti á að fjárfestingar Íslendinga í Danmörku hefðu vakið mikla athygli í dönskum miðlum og ráða mætti af þeim að Íslendingar stæðu fyrir annarri hverri fjárfestingu erlendra aðila í landinu. Hið rétta væri að aðeins tvö prósent af fjárfestingu erlendra aðila í Danmörku kæmu frá Íslandi. Þarna væru á ferðinni dönsk félög með þúsundir manna í vinnu og nefndi hún Magasin, FIH bakann og Marel sem dæmi. Ingibjörg benti einnig á að Moody´s hefði gefið íslensku bönkunum gott heilbrigðisvottorð og bent á að lausafjárstaða þeirra væri góð. Því væri lítil hætta á kerfistruflunum í bankageiranum. Ef til bankakreppu kæmi væru bæði ríkisstjórnin og Seðlabankinn vel í stakk búinn til að takast á við ástandið.Ræðu utanríkisráðherr í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur að íslensku bankarnir hafi ekki notið sannmælis í umfjöllun fjölmiðla um stöðu þeirra. Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt á ráðstefnu Viðskiptaráðs um íslensk efnahagsmál í Kaupmannahöfn í dag. Í ræðu sinni fór Ingibjörg í gegnum samskipti Dana og Íslendinga í gegnum aldirnar og minntist meðal annars á einokunarverslun Dana fyrr á öldum. Þá fór yfir hraðan vöxt íslensks efnahagslífs og þær hræringar sem eiga sér stað á fjármálamörkuðum nú. Benti hún að þær hræringar hefðu áhrif um allan heim en þær mætti fyrst og fremst rekja til undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum. Benti hún á að íslenskir bankar hefðu ekki fjárfest í tengslum við lánin, ólíkt mörgum evrópskum og bandarískum bönkum. Þess vegna teldi hún að bankarnir hefðu ekki notið sannmælis í fjölmiðlum. Þá sagði hún Ísland vel búið ef til kreppu kæmi, ríkissjóður væri næstum skuldlaus og lífeyrissjóðirnir væru einkar sterkir. Þá stæðu íslensku bankarnir styrkum fótum og að kjarnastarfsemi þeirra hefði vaxið á síðasta ári þrátt fyrir undirmálskreppuna. Þá benti Ingibjörg á að íslenskt efnahagslíf hvíldi ekki einungis á bönkunum heldur skilaði sjávarútvegur og álframleiðsla einnig miklu ásamt vaxandi ferðaþjónustu. Ingibjörg benti á að fjárfestingar Íslendinga í Danmörku hefðu vakið mikla athygli í dönskum miðlum og ráða mætti af þeim að Íslendingar stæðu fyrir annarri hverri fjárfestingu erlendra aðila í landinu. Hið rétta væri að aðeins tvö prósent af fjárfestingu erlendra aðila í Danmörku kæmu frá Íslandi. Þarna væru á ferðinni dönsk félög með þúsundir manna í vinnu og nefndi hún Magasin, FIH bakann og Marel sem dæmi. Ingibjörg benti einnig á að Moody´s hefði gefið íslensku bönkunum gott heilbrigðisvottorð og bent á að lausafjárstaða þeirra væri góð. Því væri lítil hætta á kerfistruflunum í bankageiranum. Ef til bankakreppu kæmi væru bæði ríkisstjórnin og Seðlabankinn vel í stakk búinn til að takast á við ástandið.Ræðu utanríkisráðherr í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira