Viðskipti innlent

Sameining Byrs og Glitnis ekki inni í myndinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs, fyrir miðju.
Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs, fyrir miðju. MYND/Pjetur Sigurðsson

„Það hefur ekkert verið skoðað, fyrirtækið stendur vel eins og er," sagði Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs, þegar blaðamaður innti hann eftir því hvort til tals hefði komið að sameina Byr og Glitni í anda þeirrar sameiningar Kaupþings og SPRON sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag.

Jón Þorsteinn sagði slíka sameiningu auk þess ekki mögulega þar sem Byr væri enn þá sparisjóður en þyrfti að verða hlutafélag áður en hægt væri að ræða um sameiningu.

„Hins vegar þarf að eiga sér stað sameining á Íslandi, það er alveg ljóst. Það eru um 40 aðilar að lána 300.000 manns peninga sem er bara allt of mikið. Við erum búnir að gera fjórar sameiningar á tveimur árum og við erum bara rétt að ná andanum eftir það," sagði Jón Þorsteinn að skilnaði.

Ritstjórn Vísis hefur fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sameining Byrs og Glitnis verði að veruleika á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×