Innlent

Forseti ASÍ: Ástandið er skelfilegt

Ástandið er svo skelfilegt að tala mætti um neyðarástand, segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands, um hrikalegt gengisfall krónunnar síðustu sólarhringa.

Krónan hefur fallið tíu prósent frá því um helgina og yfir tuttugu prósent á einum mánuði. Skriða verðhækkana er að bresta á í verslunum.

Við svo mikla gengislækkun virðist fátt geta haldið aftur af hrinu verðhækkana.

Forystumenn Alþýðusambands komu saman í dag til að ræða um stöðuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×