Erlent

La Coste tímabilið í Texas

Óli Tynes skrifar
Nokkur skópör dregin á land.
Nokkur skópör dregin á land. Mynd/AP

Krókódílum til nokkurrar armæðu er nú veiðitímabil þeirra í Anahuac í Texas. Í þeim hluta ríkisins er veiðitímabilið aðeins tuttugu dagar.

Þá er líka ástandið eins og í meðalorrustu í síðari heimsstyrjöldinni.

Veiðimenn borga offjár fyrir leiðsögumann og grunnskreiða báta með stóran hreyfil aftaná.

Þeir þjóta með ógnarhraða um fenjasvæðið og skothríðin dynur í allar áttir.

Meðalstór amerískur krókódíll er fjögurra metra langur og vegur 360 kíló. Nóg í nokkra skó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×