Innlent

Semja um að borga bara vexti

Dæmi eru um að afborganir á tuttugu milljón króna myntkörfuláni hafi hækkað um rúmar áttatíuþúsund krónur á tveimur árum. Forstöðumaður hjá fjárfestingarbanka segir marga semja um að borga bara vexti lánanna á meðan að krónan er svo veik.

Þegar krónan veikist líkt og hún hefur gert undanfarið þýðir það að greiðslubyrði þeirra sem hafa tekið lán í erlendri mynt eykts.

Við skulum líta á eitt slíkt dæmi þar sem einstaklingur tók myntkörfulán 1. október 2006. Lánið var tuttugu milljónir króna. Annar helmingurinn var í svissneskum frönkum en hinn í japönskum jenum. Greiðslubyrði af láninu var 87 þúsund krónur á mánuði.

Nú sléttum tveimur árum síðar þegar hann hefur greitt hátt í þrjár milljónir króna af láninu skuldar hann mun meira en hann gerði í upphafi eða hátt í þrjátíu og fjórar milljónir. Afborganirnar hafa líka hækkað og eru hundrað sextíu og níu þúsund krónur á mánuði. Lánið hefur því hækkað um fjórtán milljónir og afborganirnar um 82 þúsund á mánuði.

Ljóst er að fyrir marga er þungur baggi að bæta áttatíu þúsund krónum við mánaðarlegar greiðslur. Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur síðustu ár lánað til íbúða- og bílakaup. Fjölmargir sem tekið hafa slík lán hjá þeim hafa undanfarið samband við þá þar sem þeir eiga í erfiðleikum með greiðslur. Þeir bjóði þeim að greiða aðeins vexti á lánunum meðan að krónan er eins veik og hún er núna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×