Erlent

Maður stunginn í hálsinn í Borgundarhólmi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Slagsmálum á bar í Borgundarhólmi í Danmörku lauk með því að maður á sextugsaldri var stunginn í hálsinn undir miðnætti í gærkvöldi.

Höfðu slagsmálin þá borist út á götu. Sá sem stunginn var er úr lífshættu en missti tvo og hálfan lítra af blóði. Árásarmaðurinn er tæplega fimmtugur að aldri og á yfir höfði sér ákæru fyrir stórkostlega líkamsárás.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×