Erlent

Freistar þess að ná samningum um kjarnorkumál N-Kóreu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Helsti samningamaður Bandaríkjastjórnar í kjarnorkumálum Norður-Kóreumanna, Christopher Hill, kom til Norður-Kóreu í morgun og mun eiga þar fund með aðstoðarutanríkisráðherra landsins.

Mun Hill leggja allt kapp á að fá Norður-Kóreumenn til að samþykkja að Bandaríkjamenn fái að koma upp eftirlitskerfi til að fylgjast með kjarnorkuvopnabúri Norður-Kóreu. Hann segir þetta þó verða erfitt verkefni. Samningaviðræður hafa verið í járnum síðan í sumar þegar Norður-Kóreumenn hurfu frá samkomulagi sem gert var í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×