Erlent

Bretar flytja börn sín heim frá Pakistan

Óli Tynes skrifar
Mikill gígur myndaðist fyrir framan Marriott hótelið þegar trukkur fullur af sprengiefni sprakk þar í loft upp.
Mikill gígur myndaðist fyrir framan Marriott hótelið þegar trukkur fullur af sprengiefni sprakk þar í loft upp. MYND/AP

Bretar ætla að flytja heim öll börn sendiráðsstarfsmanna sinna í Pakistan eftir sprengjuárásina á Marriott hótelið í Islamabad í síðasta mánuði.

Fimmtíu og fimm manns létu lífið í árásinni.

Í tilkynningu frá breska utanríkisráðuneytinu segir að eftir að hafa yfirfarið öryggisráðstafanir í kjölfar árásarinnar hafi verið ákveðið að flytja börnin heim.

Sendiráð virðast verða sífellt vinsælli skotmörk hjá öfgasinnuðum múslimum. Danir hafa til dæmis nokkrum sinnum lokað sendiráðum sínum í múslimalöndum tímabundið undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×