Viðskipti innlent

Minni ótti við kreppu á Íslandi

Glitnir er einn stærsti banki á Íslandi.
Glitnir er einn stærsti banki á Íslandi.

Óttinn við fjármálakreppu á Íslandi hefur minnkað eftir að þrír stærstu bankarnir tilkynntu um afkomu sína á öðrum ársfjórðungi. Þetta segir í viðskiptablaðinu Financial Times.

Þar segir að bankarnir hafi vissulega liðið fyrir lausafjárskortinn í heiminum en þeim hafi tekist að aðlagast nýjum aðstæðum í hagkerfinu nokkuð vel.

Þá segir FT að hagnaðar Kaupþings hafi dregist saman um 40% á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður Landsbankans hafi dregist saman um þrjú prósent og hagnaður Glitnis hafi minnkað um 20%.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×