Viðskipti erlent

Verkfall lamar Boeing verksmiðjurnar í Bandaríkjunum

Öll framleiðsla hjá Boeing verksmiðjunum, stærsta flugvélaframleiðenda í heimi, liggur nú niðri vegna verkfall starfsmanna. Alls eru um 27.000 manns hjá verksmiðjunum í verkfalli.

Mun launadeilu er að ræða og slitnaði upp úr samningaviðræðunum fyrir helgina. Engar frekari viðræður hafa verið boðaðar og stefnir í að verkfallið geti staðið í töluverðan tíma.

Sérfræðingar segja að verkfallið komi til með að kosta Boeing um 100 milljónir dollara á dag í töpuðum tekjum eða sem nemur um 8,5 milljörðum kr.

Reiknað er með að verkfallið komi til með að fresta afhendingu á Dreamliner þotunum ennfrekar en orðið er. Þegar er orðin tveggja ára töf á afhendingu þessara þotna sem eiga að keppa við Airbus á flugvélamarkaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×