Viðskipti innlent

Vikuvelta á fasteignamarkaði niður um 60% milli ára

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu frá 11.apríl til og með 17.apríl 2008 voru 75. Á sama tíma í fyrra voru þinglýstir kaupsamningar 179.

Nú voru 50 af þessum 75 í Reykjavík en 99 kaupsamningar voru þinglýstir á sama tíma í fyrra í höfuðborginni. Heildarveltan nú er 2.036 milljónir króna sem er töluvert minna en í fyrra.

Í fyrra var heildarveltan tæplega 4.943 milljónir króna sem þýðir að veltan við gerð þinglýstra kaupsamninga hefur dregist saman um 58% á milli ára.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×