Orðinn leiður á að vera alltaf einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2008 17:54 Jón Arnór í leik með Lottomatica Roma. Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01
„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51