Viðskipti innlent

Dagatalið sparar atvinnurekendum 2,4 milljarða kr.

Á morgun er tvöfaldur frídagur hjá vinnandí fólki, það er uppstigningardagur og 1. maí falla á sama dag. Auðveldlega má reikna út að dagatalið spari atvinnurekendum með þessum hætti um 2,4 milljarða kr.

Samkvæmt opinberum tölum eru 180.000 manns á vinnumarkaðinum hérlendis. Af þeim eru tæplega 140.000 í heilum störfum og 40.000 í hlutastörfum. Við útreikinginn hér er miðað við að hlutastörfum séu 50% störf og heildartalan því 160.000 heilsdagsstörf.

Meðallaun á landinu nema nú um 300.000 krónum á mánuði. Ef reiknað er með 22 virkum dögum í mánuðinum má áætla að dagslaun nemi að meðaltali  um 15.000 krónum.

Með því að margfalda dagslaunin með heilsdagsstörfum fæst talan 2,4 milljarðar kr.

Þess ber að geta að tveir frídagar á sama dag í dagatalinu koma ekki oft fyrir eða ca. einu sinni á öld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×