Viðskipti innlent

Grænn morgun í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni hófst á jákvæðum nótum í morgun. Úrvalsvísitalan hækkaði um rétt rúmlega prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 5.269 stigum.

Mesta hækkunin var hjá Kaupþingi eða 1,6%, SPRON hækkaði um sömu tölu og Landsbankinn hækkaði um 1,2%.

Aðeins eitt félag lækkaði, það er Icelandair um 0,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×