Viðskipti innlent

Spurt hvort Bakkavör átti að gefa afkomuviðvörun

Greining Kaupþings veltir upp þeirri spurningu í Hálf fimm fréttum sínum í gær hvort Bakkavör hefði ekki átt að gefa frá sér afkomuviðvörun í aðdraganda uppgjörs síns fyrir fyrsta ársfjórðung.

Í umfjöllun greiningarinnar um uppgjörið segir m.a.: "Þótt Bakkavör hafi ekki gefið út markmið um lykiltölur í rekstri félagsins er vert að velta því upp hvort ekki hafi verið tilefni til þess að Bakkavör gæfi frá sér afkomuviðvörun í aðdraganda uppgjörs enda afkoma félagsins verulega undir væntingum markaðarins og greiningaraðila."

Greiningin segir einnig að markaðurinn hafi brugðist heldur illa við uppgjöri félagsins og lækkuðu bréf félagsins um ríflega 8% í gær og hafa bréf félagsins sjaldan lækkað jafn skart á einum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×