„FL Group átti að fara af markaði fyrir ári“ Atli Steinn Guðmundsson skrifar 30. apríl 2008 21:50 Vilhjálmur Bjarnason. MYND/Stefán Karlsson „Um þetta er ekkert að segja, þetta átti að gerast fyrir ári síðan. Þá krafðist ég þess að þeir yrðu metnir sem ein heild og því var hafnað," sagði Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, um skráningu félagsins af markaði. „Ég veit ekki hvað ég fæ fyrir þetta, ég hefði viljað fá þetta á genginu í fyrra," bætti hann við. Spurður út í þær tafir sem orðið hefðu á málinu kvað hann Fjármálaeftirlitið hafa hafnað því að meta FL Group sem einn aðila. „En það var löngu búið að eyðileggja þetta félag. Hvaða félag heldurðu að þoli það að tapa 80 milljörðum? Það er ekkert félag sem þolir það," sagði Vilhjálmur. „Ég veit ekki hvert framhaldið verður, það eru ábyggilega margir sem vilja losna og fá bréf í Glitni í staðinn," voru lokaorð Vilhjálms en hann var staddur á Spáni og við það að festa svefn þegar blaðamaður náði tali af honum. Heyrði nýverið af atburðum Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Veigs, vildi ekki tjá sig um málið, hann hefði verið að koma úr flugi og hefði nýverið heyrt af atburðunum. Vitna má þó til orða hans í viðtali við Vísi 17. mars sl. þar sem hann var inntur álits á því hvaða þýðingu það hefði fyrir FL Group að vera tekið af markaði: „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt, þetta þýðir bara að opinber verðskráning á hlutum hverfur og ekki er hægt að sjá verð bréfanna frá degi til dags. Aðgangur að lánsfé er yfirleitt betri fyrir skráð fyrirtæki af því að það er svo stíf upplýsingaskylda á þeim," sagði Jafet í því viðtali og enn fremur: „Ég held að þetta breyti engu fyrir FL Group, þarna er mjög þröngt eignarhald, ef þú tekur tíu stærstu hlutana ertu kominn í 85% eignarhlut." Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
„Um þetta er ekkert að segja, þetta átti að gerast fyrir ári síðan. Þá krafðist ég þess að þeir yrðu metnir sem ein heild og því var hafnað," sagði Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, um skráningu félagsins af markaði. „Ég veit ekki hvað ég fæ fyrir þetta, ég hefði viljað fá þetta á genginu í fyrra," bætti hann við. Spurður út í þær tafir sem orðið hefðu á málinu kvað hann Fjármálaeftirlitið hafa hafnað því að meta FL Group sem einn aðila. „En það var löngu búið að eyðileggja þetta félag. Hvaða félag heldurðu að þoli það að tapa 80 milljörðum? Það er ekkert félag sem þolir það," sagði Vilhjálmur. „Ég veit ekki hvert framhaldið verður, það eru ábyggilega margir sem vilja losna og fá bréf í Glitni í staðinn," voru lokaorð Vilhjálms en hann var staddur á Spáni og við það að festa svefn þegar blaðamaður náði tali af honum. Heyrði nýverið af atburðum Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Veigs, vildi ekki tjá sig um málið, hann hefði verið að koma úr flugi og hefði nýverið heyrt af atburðunum. Vitna má þó til orða hans í viðtali við Vísi 17. mars sl. þar sem hann var inntur álits á því hvaða þýðingu það hefði fyrir FL Group að vera tekið af markaði: „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt, þetta þýðir bara að opinber verðskráning á hlutum hverfur og ekki er hægt að sjá verð bréfanna frá degi til dags. Aðgangur að lánsfé er yfirleitt betri fyrir skráð fyrirtæki af því að það er svo stíf upplýsingaskylda á þeim," sagði Jafet í því viðtali og enn fremur: „Ég held að þetta breyti engu fyrir FL Group, þarna er mjög þröngt eignarhald, ef þú tekur tíu stærstu hlutana ertu kominn í 85% eignarhlut."
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent