Viðskipti innlent

Atvinnuleysið 7,1% á evrusvæðinu

Atvinnuleysi á evrusvæðinu er langtum meira en hér á landi. Mynd/ GVA
Atvinnuleysi á evrusvæðinu er langtum meira en hér á landi. Mynd/ GVA

Atvinnuleysi á evrusvæðinu í mars nam 7,1% og var óbreytt á milli mánaða samkvæmt því sem Vegvísir Landsbankans hefur eftir Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.

„Atvinnuleysi helst því áfram í sögulegu lágmarki en það hefur ekki mælst svo lítið frá því byrjað var að safna sameiginlegum gögnum fyrir evrusvæðið árið 1993. Atvinnuleysið var 6,7% í löndum sem eiga aðild að Evrópusambandinu og var það einnig óbreytt á milli mánaða. Meðal aðildarríkja í Evrópusambandinu var atvinnuleysi minnst í Hollandi (2,6%) og Danmörku (3,1%). Mest var það í Slóvakíu (9,8%) og á Spáni (9,3%). Atvinnuleysi hefur síðastliðið ár fallið úr 11,3% í 9,8% í Slóvakíu en á sama tíma hefur það aukist úr 8,1% í 9,3% á Spáni," segir í Vegvísi Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×