Viðskipti innlent

Fjórir af sjö stjórnarmönnum FL Group í London á fundinum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin er frá síðasta aðalfundi félagsins.
Myndin er frá síðasta aðalfundi félagsins. MYND/Valgarður Gíslason

Sannarlega eru örar tækniframfarir nútímans á góðri leið með að ryðja öllum landamærum úr vegi. Þetta kom berlega í ljós í dag þegar stjórn FL Group tók þá stórákvörðun sína að taka félagið af markaði.

Sá stjórnarfundur dreifðist nefnilega víðar en menn hugðu enda voru fjórir stjórnarmanna staddir í London og sátu fundinn með aðstoð fjarfundabúnaðar. Slíkum búnaði eru fá takmörk sett eins og eftirminnilega var sýnt fram á hérlendis fyrir nokkrum árum þegar skurðaðgerð á eyra var sýnd beint erlendis frá með fjarfundabúnaði á læknaráðstefnu sem fram fór í Háskólabíó.

Það voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason og Þorsteinn M. Jónsson, sem sagt meirihluti stjórnarinnar, sem staddir voru í London á fundinum en heima sátu Árni Hauksson, Eiríkur Jóhannsson og Katrín Pétursdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×