Viðskipti innlent

FL Group af markaði - 12 milljarða hlutur í Glitni sem beita

FL Group verður tekið af markaði. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins í dag eftir því sem heimildir Vísis herma. Vísir greindi fyrst frá því 17. mars að stjórn félagsins hygðist leggja til að félagið yrði tekið af markaði.

Fyrir liggur samþykki þeirra aðila sem fara með 87% hlutafjár í félaginu. Er um að ræða Kaldbak, sem er í eigu Samherja, Gaums, BG Capital, Haga og eignarhaldsfélags Ingibjargar Pálmadóttur, Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, Oddaflugs, félags Hannesar Smárasonar, Materia Invest, félags Magnúsar Ármanns, Þorsteins M. Jónssonar og Kevins Stanford. Þessir fjórir aðilar fara með um 67% hlutafjár í félaginu.

Lífeyrissjóðir fara með 3,5% hlut í FL Group en hin 9,5% skiptast á milli fjölmargra smærri hluthafa.

Þessum aðilum verða boðin bréf í Glitni í skiptum fyrir bréfin í FL Group. Það eru bréf Jötunn Holding, eignarhaldsfélag í eigu Baugs, Fons og Sir Toms Hunter.

Jötunn Holding á 5% í Glitni og láta þann hlut í skiptum fyrir 13% hlut í FL Group ef hlutahafafundur félagsins 9. maí næstkomandi samþykkir ákvörðun stjórnarinnar að taka félagið af markaði.

Miðað við gengi bréfa í FL Group og Glitni fá hluthafar FL Group um 10% meira fyrir hlut sinn í FL Group heldur en virðið er í dag með því að þiggja bréfin í Glitni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×