Viðskipti erlent

Moskva er dýrasta borg í heimi

Moskva er í efsta sæti á lista yfir þær borgir þar sem dýrast er að búa. Þetta er í þriðja sinn sem Moskva toppar listann, sem tekinn er saman af fyrirtækinu Mercer.

Við rannsóknina er tekið mið af þáttum eins og húsaleigu, verði á veitingahúsum og bensíni. Einkum er kaffi dýrt í Moskvu en kaffibollinn kostar um 800 krónur. Tokyo er í öðru sæti á listanum og London í þriðja sætið. Osló vermir svo fjórða sætið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×