Viðskipti innlent

Spara með nýjum vélum

Mark Norris, sölustjóri Boeing í Evrópu, Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, og Shaun Monnery, framkvæmdastjóri Astreus Airlines. Fréttablaðið/gva
Mark Norris, sölustjóri Boeing í Evrópu, Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, og Shaun Monnery, framkvæmdastjóri Astreus Airlines. Fréttablaðið/gva

„Helsta ástæða þess að við erum að taka vélarnar í notkun nú er bágt efnahagsástand í heiminum," segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.

Iceland Express mun taka tvær Boeing 737-700 vélar í notkun um miðjan september. Matthías Imsland, Mark Norris, sölustjóri Boeing, og Shaun Monnery, framkvæmdastjóri Astreus Airlines, undirrituðu samning þess efnis í gær.

Í tilkynningu frá félaginu segir að vélarnar séu allt að 40 prósent sparneytnari á hvern flugtíma en þær vélar sem hafa verið í notkun. Vélarnar koma í stað MD 90 véla sem félagið notaði áður.

Matthías segir að með þessu muni félagið spara hundruð milljóna. „Eldsneytiskostnaður bara fyrir júnímánuð í ár er meira en helmingi meiri en allt árið 2003," segir Matthías. Hann bætir við að það sé hreinn ágóði því búið sé að draga frá þann kostnað sem hlýst af því að skipta um vélar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×