Viðskipti erlent

Rowling með hæstu tekjurnar meðal fræga fólksins

Rithöfundurinn JK Rowling er með hæstu tekjurnar meðal fræga fólksins. Samkvæmt lista Forbes tímaritsins þénaði Rowling 150 milljónir punda eða sem svarar rúmlega 23 milljörðum kr. á síðasta ári.

Rowling skrifar sem kunnugt er bækurnar um Harry Potter og hafa þær reynst henni sannkölluð gullnáma í gegnum tíðina. Frá því að fyrsta bókin kom út árið 1997 hafa 375 milljón eintök af Harry Potter selst á heimsvísu.

Það eru fleiri en Rowling sem fá góðar tekjur af Harry Potter. Leikarinn Daniel Radcliffe sem leikur Harry er þannig efstur á lista Forbes yfir tekjuhæstu unglingana í heiminum. Radcliffe þénaði 25 milljónir punda á síðasta ári eða sem svarar til um 4 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×