Viðskipti innlent

Glitnir skilar 7,6 milljarða kr. hagnaði

Glitnis skilaði 7,6 milljarða kr. hagnaði eftir skatta á öðrum ársfjórðungi. Nemur hagnaður bankans á fyrri helmingi ársins því 15,4 milljörðum kr. eftir skatta.

Athygli vekur í yfirliti bankans um uppgjörið kemur fram að lausfé Glitnis nemur nú 996 milljörðum kr. miðað við gengi dagsins.

Lárus Welding forstjóri Glitnis segir að hann sé afar sáttur við afkomu bankans á öðrum ársfjórðungi. Bankinn hafi með skipulögðum aðgerðum sýnt mikinn styrk við erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×