Viðskipti innlent

Spáir Glitni og Landsbanka samtals 20 milljarða kr. hagnaði

Greining Kaupþings hefur sent frá sér afkomuspá fyrir nokkur félög í úrvalsvísitölu kauphallarinnar á öðrum ársfjórðungi. Glitni er spáð tæplega 8,6 milljarða kr. hagnaði og Landsbankanum rúmlega 11,6 milljörðum eða samtals rétt rúmlega 20 milljörðum kr. samanlagt.

Hjá öðrum félögum sem greining Kaupþings fjallar um er því spáð að afkoman verði neikvæða eða í járnum. Sem dæmi má nefna að Alfesca er spáð 600.000 evra hagnaði, 737 milljónum króna, Bakkavör tapi upp á 26 milljóna punda, jafnvirði fjögurrra milljarða króna, og Icelandair tapi upp á 93 milljónir kr.

Þá er Marel spáð 6,2 milljón evra hagnaði, jafnvirði 761 milljónum króna, og Össur 5,8 milljónum dala, 452 milljóna króna. Þá er gert ráð fyrir að tap Teymis hljóði upp á 545 milljónum kr. Þá muni Atorka tapa tveimur milljörðum.

Mesta tapið liggur hjá Existu, samkvæmt spá Kaupþings, sem reiknar með að félagið horfi á eftir 13 milljörðum króna. Exista er jafnframt stærsti hluthafi Kaupþings.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×