Viðskipti innlent

Þreifingar um frekari bankasamruna

Höfuðstöðvar Saga Capital á Akureyri. Heimildir Vísis herma að bankinn eigi í þreifingum við Icebank.
Höfuðstöðvar Saga Capital á Akureyri. Heimildir Vísis herma að bankinn eigi í þreifingum við Icebank.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið þreifingar á milli Icebank og Saga Capital annarsvegar og Icebank og Vbs fjárfestingarbanka hinsvegar um hugsanlega sameiningu. Nokkur umræða hefur verið um sameiningar á bankamarkaði og fyrir skömmu ákváðu Spron og Kaupþing að sameinast.

Í morgun sagði Vísir frá hugsanlegri sameiningu Glitnis og Byrs en það eina sem stendur í vegi fyrir þeirri sameiningu er að breyta Byr í hlutafélag. Sú ákvörðun mun vera tekin á hluthafafundi seinna í mánuðinum.

Ekki náðist í forsvarsmenn Saga Capital né Vbs fjárfestingarbanka um viðræður bankanna við Icebank.

Agnar Hansson bankastjóri Icebank er í sumarfríi en Ólafur Ottósson aðstoðarbankastjóri sagðist ekki hafa heyrt af umræddum þreifingum í samtali við Vísi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×