Viðskipti innlent

Góðar tölur um vöruskiptin draga úr þrýstingi á krónuna

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningar Landsbankans segir að mjög góðar tölur um vöruskipti landsins undanfarna tvo mánuði muni draga úr þeim þrýstingi sem verið hefur á gengi krónunnar.

Greining Glitnis gerir málið einnig að umfjöllunarefni í Morgunkorni sínu en þar segir m.a. að...."undanfarna tvo mánuði hefur vöruskiptahalli verið innan við milljarð hvorn mánuð. Þetta hlýtur að teljast afar hraður viðsnúningur."

Greining Glitnis á von á að vöruskiptatölur á seinni hluta þessa árs muni sveiflast í kringum núllið. Aukinn útflutning má að mestu rekja til þess að stóraukin framleiðslugeta áls er farin að skila sér í meiri álútflutningi. Innflutningur hefur dregist saman og reikna má með áframhaldi á því eftir því sem líður á árið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×