Viðskipti innlent

Vextirnir mjög sligandi

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

„Það var svo sem við þessu að búast, þó ég hefði kosið að þeir myndu lækka stýrivexti," segir Vilhjálmur Egilsson um vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,5%.

Vilhjálmur segir að þetta þýði að vaxtastigið hjá fyrirtækjum og almenningi í landinu öllu sé enn afar hátt og það hafi hækkað mjög mikið við það að lánsfé tamarkaðist mjög mikið með takmörkunum á lánsfé bankanna í vetur.

„Sú vaxtahækkun er mjög sligandi - og er í raun kolröng viðbrögð í ljósi þeirra aðstæðna sem eru í hagkerfinu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki vilja tjá sig um framhaldið, en næsta stýrivaxtaákvörðun verður tekin í september. „Ég er steinhættur að temja mér bjartsýni á vaxtaákvarðanir Seðlabankans," segir Vilhjálmur.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×