Viðskipti innlent

Teymi tapaði 600 milljónum kr.

Teymi tapaði 610 milljónum kr. eftir skatta á öðrum ársfjórðungi ársins. Tapið á fyrstu sex mánuðum ársins nemur 5,5 milljörðum kr. eftir skatta.

Í yfirliti um ársfjorðungsuppgjör Teymis segir að tapið skýrist að mestu leyti af neikvæðri gengisþróun sem olli miklum hækkunum á erlendum skuldum félagsins á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis segir að afkoman á öðrum ársfjórðungi sé viðunandi í ljósi erfiðra aðstæðan í efnahagslífinu. Innri vöxtur sé góður og sjóðstreymi frá rekstri sé sterkt.

Tekjur Teymis á öðrum ársfjórðungi námu 6,4 milljörðum kr. og höfðu aukist um 24% frá sama tímabili í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×