Viðskipti innlent

Skipti töpuðu 383 milljónum á öðrum ársfjórðungi

Í 6 mánaða uppgjöri Skipta, móðurfélagi Símans, kemur fram að tap á öðrum ársfjórðungi var 383 milljónir króna. 21% tekjuvöxtur er frá sama ársfjórðungi í fyrra og 29% tekna félagsins koma nú af erlendri starfsemi.

Sala jókst um 3,3 milljarða króna á milli ára eða um 21%. Sala nam 18,8 milljörðum króna samanborið við 15,5 milljarða árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 4,1 milljarði króna samanborið við 4,3 milljarða fyrir sama tímabil 2007. EBITDA hlutfallið var 21,3%.

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 7,9 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 7,1 milljarði króna.

Tap Skipta á öðrum ársfjórðungi nam 383 milljónum króna. Tap á fyrri hluta árs nam 4,0 milljörðum króna sem skýrist einkum af gengisþróun íslensku krónunnar á tímabilinu.

Fjármagnsgjöld voru 7,0 milljarðar króna en þar af nam gengistap 3,9 milljörðum króna.

29% af tekjum samstæðunnar koma af erlendri starfsemi félagsins.

Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er 39,5%.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×