Fjárfestum ekki tilkynnt um breytingar á peningabréfasjóði 28. október 2008 16:43 Fjárfestum í peningabréfasjóði Landsbankans var ekki tilkynnt um breytingar sem gerðar voru á fjárfestingarstefnu sjóðsins líkt og lög gera ráð fyrir. Breytingar voru gerðar á sjóðnum þann 17.apríl 2008 eftir tilmæli frá Fjármálaeftirlitinu sem varðaði heimild til að taka við innlánum. Fjármálaeftirlitið segir það ekki sitt hlutverk að fylgjast með því hvort sjóðsfélögum sé send tilkynning og bendir á forsvarsmenn sjóðsins. „Við vorum að tilgreina það að við mættum vera í innlánum sem væru ekki sérgreind frá bankavíxlum eða öðrum útgefnum bankabréfum og það var að tilmælum FME. Í samráði við FME var ákveðið að þetta væri ekki tilkynningarskylt," segir Stefán H. Stefánnson framkvæmdarstjóri eignastýringar Landsbankans og umsjónarmaður Landsvaka sem rekur sjóðinn. Í lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði 30/2003 er kveðið skýrt á um að rekstrarfélag skuli tilkynna eigendum hlutdeildarskírteina verðbréfasjóðs um hverja breytingu á reglum sjóðsins. Fjármálaeftirlitinu er hinsvegar heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði. Samkvæmt upplýsingum þaðan var sú undanþága ekki veitt í þessu tilfelli. „Ég tel hinsvegar mikilvægt að það komi fram að þetta var ívilnandi breyting en ekki íþyngjandi fyrir handhafa hlutdeildarskírteina, semsagt jákvæð breyting fyrir sjóðsfélaga og hún var birt í Lögbirtingarblaðinu," segir Úrsúla Ingvarsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Fjármálaeftirlitinu. Stefán segir að FME hafi í sjálfu sér ekki veitt sjóðnum sérstaka undanþágu um að tilkynna sjóðsfélögum um breytingarnar en uppfærðar útboðslýsingar, úrdrættir og aðrar upplýsingar voru settar á heimasíðu sjóðsins. En hefðuð þið ekki átt að tilkynna sjóðsfélögum um breytingarnar? „Það má vel vera. En miðað við fyrri samskipti okkar töldum við þetta nægja og því var ekki andmælt af hálfu eftirlitsins. Því töldum við okkur stætt á að gera þetta svona," segir Stefán. Þess má geta að fyrr í dag ákvað Landsbankinn að slíta peningamarkaðssjóðum sínum og greiða inn á innlánsreikninga viðkomandi einstaklinga. Uppgreiðsluhlutfallið er mismunandi eftir mynt en flestir áttu Peningabréf í íslenskum krónum. Þeir fá 68,8 prósent af bréfum sínum greidd. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjárfestum í peningabréfasjóði Landsbankans var ekki tilkynnt um breytingar sem gerðar voru á fjárfestingarstefnu sjóðsins líkt og lög gera ráð fyrir. Breytingar voru gerðar á sjóðnum þann 17.apríl 2008 eftir tilmæli frá Fjármálaeftirlitinu sem varðaði heimild til að taka við innlánum. Fjármálaeftirlitið segir það ekki sitt hlutverk að fylgjast með því hvort sjóðsfélögum sé send tilkynning og bendir á forsvarsmenn sjóðsins. „Við vorum að tilgreina það að við mættum vera í innlánum sem væru ekki sérgreind frá bankavíxlum eða öðrum útgefnum bankabréfum og það var að tilmælum FME. Í samráði við FME var ákveðið að þetta væri ekki tilkynningarskylt," segir Stefán H. Stefánnson framkvæmdarstjóri eignastýringar Landsbankans og umsjónarmaður Landsvaka sem rekur sjóðinn. Í lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði 30/2003 er kveðið skýrt á um að rekstrarfélag skuli tilkynna eigendum hlutdeildarskírteina verðbréfasjóðs um hverja breytingu á reglum sjóðsins. Fjármálaeftirlitinu er hinsvegar heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði. Samkvæmt upplýsingum þaðan var sú undanþága ekki veitt í þessu tilfelli. „Ég tel hinsvegar mikilvægt að það komi fram að þetta var ívilnandi breyting en ekki íþyngjandi fyrir handhafa hlutdeildarskírteina, semsagt jákvæð breyting fyrir sjóðsfélaga og hún var birt í Lögbirtingarblaðinu," segir Úrsúla Ingvarsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Fjármálaeftirlitinu. Stefán segir að FME hafi í sjálfu sér ekki veitt sjóðnum sérstaka undanþágu um að tilkynna sjóðsfélögum um breytingarnar en uppfærðar útboðslýsingar, úrdrættir og aðrar upplýsingar voru settar á heimasíðu sjóðsins. En hefðuð þið ekki átt að tilkynna sjóðsfélögum um breytingarnar? „Það má vel vera. En miðað við fyrri samskipti okkar töldum við þetta nægja og því var ekki andmælt af hálfu eftirlitsins. Því töldum við okkur stætt á að gera þetta svona," segir Stefán. Þess má geta að fyrr í dag ákvað Landsbankinn að slíta peningamarkaðssjóðum sínum og greiða inn á innlánsreikninga viðkomandi einstaklinga. Uppgreiðsluhlutfallið er mismunandi eftir mynt en flestir áttu Peningabréf í íslenskum krónum. Þeir fá 68,8 prósent af bréfum sínum greidd.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira