Erlent

Flugræningjar vilja að flogið verði til Parísar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá æfingu líbýskrar sérsveitar í júlí á flugvellinum í Tripoli í Líbýu.
Frá æfingu líbýskrar sérsveitar í júlí á flugvellinum í Tripoli í Líbýu. MYND/AP

Ræningjar súdönsku farþegavélarinnar sem rænt var í gær krefjast þess nú að vélinni verði flogið til Parísar. Vélin lenti í Kufra í Líbýu skömmu eftir ránið í gær eftir að egypsk stjórnvöld höfðu bannað að henni yrði lent í Egyptalandi.

 

Flugmálastjórn Egyptalands neitar því þó að slíkt bann hafi verið gefið út, vélin hafi aldrei komið inn í egypska flughelgi og ekki beðið um leyfi til slíks. Um borð eru 87 farþegar og tíu manna áhöfn en ekki er ljóst hve margir ræningjarnir eru. Annar flugmanna vélarinnar sagði mennina tilheyra Frelsishreyfingu Súdan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×