Verkafólk og aldraðir þurfa kjarabætur 3. október 2008 05:30 Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun