Erlent

Ísraelski lögreglumaðurinn framdi ekki sjálfsmorð samkvæmt fjölskyldu hans

Sarkozy á heimleið.
Sarkozy á heimleið.

Fjölskylda hins ísraelska lögreglumanns, sem skaut sig við kveðjuathöfn franska forsetans Nicolas Sarkozy í Ísrael í gær, segir ekki koma til greina að hann hafi framið sjálfsmorð. Raid Asaad Raid Ghanan hafi verið hamingjusamur og góðhjartaður sem hafði enga ástæðu til þess að fremja sjálfsmorð.

Ghanan stóð á vörð við jaðar svæðisins upp á þaki 200 metrum fyrir ofan forsetann og fylgdarlið hans. Rannsókn er á frumstigi en hún hefur sýnt fram á að hann hafi skotið sig og síðan fallið fram af þakinu niður á jörð.

Fjölskylda hans telur að annaðhvort hafi um slys verið að ræða eða að hann hafi óvart verið skotinn af öryggisvörðum í kring um hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×