Viðskipti innlent

Bandaríska dómsmálaráðuneytið vill banna Actavis að framleiða og selja samheitalyf

Björgólfur Thor Björgólfsson er aðaleigandi Actavis.
Björgólfur Thor Björgólfsson er aðaleigandi Actavis.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur farið fram á sett verði varanlegt framleiðslu- og dreifingarbann á Actavis og tvo lykilstjórnendur fyrirtæksins.

Bannið snýr að dótturfélaginu Actavis Totowa í New Jersey í Bandaríkjunum, móðurfélagi Actavis á Íslandi, Sigurði Óla Ólafssyni forstjóra þess og Douglas Boothe forstjóra fyrirtækisins í Totowa.

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur á seinustu þremur árum skoðað verksmiðjuna í Totowa fimm sinnum. Þrátt fyrir skriflegar aðvaranir hefur fyrirtækið brotið ítrekað gegn góðum framleiðsluháttum við lyfjaframleiðslu sína. Matvæla- og lyfjastofnunin komst jafnframt af því að Actavis hefur framleitt og dreift ósamþykktum lyfjum.

Fyrr á árinu uppgötvaðist að lyf hafi farið á markað þar sem talið var að hluti þeirri taflna sem framleiddar höfðu verið innihéldi tvöfalt meira magn af virku efni lyfsins en þær ættu að gera.

,,Matvæla- og lyfjastofnunin og dómsmálaráðuneytið er umhugað að lyf sem eru seld í Bandaríkjunum séu örygg og árangursrík,“ segir Gregory Katsas lögfræðingur hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×