KR-ingar áttu 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2008 08:30 Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44