Enski boltinn

Drogba: Ég hefði átt að kýla Vidic

Vidic og Drogba tókust á í úrslitaleiknum í Moskvu
Vidic og Drogba tókust á í úrslitaleiknum í Moskvu NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea talar opinskátt um úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í ævisögu sinni.

Drogba fékk að líta rauða spjaldið undir lok úrslitaleiksins gegn Manchester United eftir að hafa ógnað varnarmanninum Nemanja Vidic. United vann leikinn í vítakeppni.

"Ég hef séð leikinn á myndbandi og mér fannst ég ekki eiga skilið að vera rekinn af velli. Ef hefði skilið að ég hefð fengið rautt ef ég hefði kýlt hann, en nú vildi ég óska að ég hefði gert það," sagði Drogba.

Fílabeinsstrendingurinn segist hafa verið svona heitur í skapi í leiknum því hann hafi farið illa með gott færi skömmu áður og af því sig hafi langað svo mikið að vinna Evrópubikarinn.

"Ég sé meira eftir því að tapa úrslitaleiknum en vera rekinn af velli. Það var ekki versta tilfinningin - versta tilfinningin var að skjóta í stöngina og misnota gott færi," sagði Drogba.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×