Viðskipti innlent

Sex ár síðan Landsbankinn var seldur Björgólfsfeðgum

Í dag eru sex ár síðan Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson keyptu 46% hlut í Landsbankanum á 12,3 milljarða króna. Eftir gríðarlegan uppgang og eignasöfnun, er allt að hruni komið. Skuldir Landsbankans fimmtíufölduðust á árunum sex.

Einkavæðing Landsbankans var umdeild og sögðu margir að bankinn hefði fengist gefins. Erlendar skuldir íslenskra ríkisins minnkuðu hins vegar um tæpa tólf milljarða, að þávirði en nú er óvíst hvort feðgarnir skilji eftir sig meiri skuldir á herðum ríkisins erlendis en fengust fyrir bankann á sínum tíma. Landsbankinn hefur nú verið þjóðnýttur, eignir hans í Bretlandi frystar, yfir íslenska ríkinu vofa ábyrgðir vegna innistæðna sem nema hundruð milljarða króna.

Sömu sögu er að segja af Glitni og Kaupþingi sem eftir að hafa hagnast gríðarlega eru nú á ný komnir í eigu ríkisins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×