Viðskipti innlent

Skattbyrðin aukist mest hér á landi

Árni Mathiesen.
Árni Mathiesen.

Skattbyrði hefur aukist mest á Íslandi af öllum ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, undanfarinn áratug. Hlutfall skatta af landsframleiðslu hérlendis hækkaði úr 31 prósenti og upp í 41 prósent á árunum 1995 til 2006. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar.

Skýrslan er gefin út árlega og ætlað að veita heildstæðar upplýsingar og samanburð á fyrirkomulagi skattamála í OECD ríkjum. Skýrslan nú nær til ársins 2007.

Athygli vekur tafla sem sýnir aukningu skatttekna, mældar sem hlutfall skatta af vergri landsframleiðslu, á tímabilinu 1995 til 2006. Aukningin þar hvað Ísland varðar er mest hjá OECD ríkjunum eða tíu prósentustig. Mest minnka þær hjá Slóvökum eða um nærri sjö prósentustig.

Í fyrra varð aukning í ellefu af tuttugu og sex ríkjum OECD þar sem upplýsingar liggja fyrir, og lækkaði í þrettán.

Heildar skatttekjur sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur þó lækkað um núll komma eitt prósent milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir síðasta ár.

Aukningin varð mest frá 1995 til 2000 eða átta prósent. Síðan þá hefur hlutfallið stigið þar til í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×