Viðskipti erlent

Hagnaður Unibrew minnkar og forstjórinn hættir strax

Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew hafa skrúfað niður fyrir væntingar um hagnað ársins og um leið hættir forstjóri félagsins strax. Stoðir eiga um 25% í Unibrew sem eru næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur.

Hlutabréf í Unibrew féllu um 18% eftir að þessar fregnir bárust í dag. Jafnframt hættir Poul Möller forstjóri félagsins strax í dag og Henrik Brandt tekur við stöðunni.

Upphaflega vænti Unibrew þess að hagnaður ársins, fyrir skatta, yrði allt að 260 milljónir dkr. eða sem svarar til ríflega 5 milljarða kr. Nú er Þess væntst að hagnaðurinn verði nær 200 milljónr dkr. eða tæplega 4 milljarðar kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×