Viðskipti erlent

Bush ánægður með björgunarsamkomulag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með það samkomulag sem náðst hefur með oddvitum repúblikana og demókrata um björgunaráætlun efnahagslífsins.

Tillögurnar koma að öllum líkindum til afgreiðslu í öldungadeild þingsins á miðvikudag og verða að lögum hljóti þær samþykki þar. Gangi þetta eftir fær fjármálaráðuneytið sem svarar um 66.500 milljörðum króna til að koma bönkunum til aðstoðar. Gert er ráð fyrir að þeir bankar sem þiggja slíka aðstoð láti hlutabréf á móti. Óháð nefnd sérfræðinga mun hafa eftirlit með fjárveitingunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×