Viðskipti erlent

Bankar fá skell á mörkuðum í Evrópu

Bankar hafa fengið skell á mörkuðum víða um Evrópu í morgun og flestir markaðirnir opna í rauðum tölum. FTSE-vísitalan lækkaði um 2,6% í morgun, franska kaupöllin í 3% í mínus og Þýskaland og Svíþjóð í rúmum 2&% í mínus.

Í Kaupmannahöfn hefur C20-vísitalan lækkað um tæplega 3% í morgun og þar leiða stærstu bankar landsins, Danske Bank og Nordea lækkunina. Hlutir í báðum bönkum hafa fallið um 4% í morgun og raunar féllu hlutir í Danske Bank um 7% strax við opnun markaðarins en hafa rétt aðeins úr kútnum á ný.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×