Viðskipti innlent

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

Seðlabanki Íslands ákvað í morgun að halda stýrvöxtum óbreyttum í 15,5 prósentum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Flestir greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir því að vextirnir yrðu óbreyttir. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. Næsta reglulega ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður birt fimmtudaginn 11. september.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×